Forstjóri meistaraliðsins segir liðsskipanir skaða ímynd Formúlu 1 26. júlí 2010 10:11 Nick Fry heldur hér á verðlaunum fyrir sigur í fyrsta mótinu í fyrra, en þá varð hann meistari með Brawn liðnu sem nú heitir Mercedes. Mynd: Getty Images Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes. Ferrari var sektað um 12,2 miljónir fyrir atferli, þar sem Felipe Massa virtist hleypa Fernando Alonso framúr sér í brautinni, en hann var í forystu. Ferrari ákvað að áfrýja ekki dómnum, en treystir á að akstursíþróttaráð FIA sýni málinu skilning. En dómarar á Hockenheim sendu málið áfram til frekari skoðunar. Skiptar skoðanir eru á málinu sem kom upp og sumir benda á að óbeinar liðsskipanir hafi tíðkast lengi í Formúlu 1 og að Ferrari hafi gert hlutina fyrir opnum tjöldum og það sé þeim til hróss. "Fyrst og fremst verða menn að hlýða reglum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hafa dómarar og FIA síðasta orðið. En að því slepptu, þá eru keppnisliðin ábyrg fyrir góðum mótum", sagði Fry í samtali við autosport.com. "Ef við setjum til hliðar hvort það sem gerðist í gær var liðsskipun, þá finn ég til með Felipe Massa. Ekk síst útaf því sem gerðist hjá honum í fyrra (hann slasaðist í móti í Ungverjalandi og var frá út árið). Hann stóð sig vel í mótinu og þetta virðist ekki sanngjarnt." "Ég heyrði David Coulthard tala um að liðsskipanir hefðu alltaf verið til staðar, en ég held að það séu breyttir tímar. Áhorfendur vilja sjá ökumenn berjast, þó keppnisliðin hugsi í titlum, þá vilja flestir áhorfendur sjá baráttu á milli einstaklinga." Fry segir að jafnræði ríki á milli ökumanna í hans liði, en Nico Rosberg og Michael Schumacher eru ökumenn liðsins. Staðan var önnur þegar hann hóf störf með liði BAR Honda, sem er grunnurinn að Mercedes í dag. "Staðan breyttist fyrir löngu síðan hvað þetta varðar og eina reglan sem við höfum er að menn keyri ekki á hvorn annan. Við berum ábyrgð á því að ökumenn okkar fái sama búnað til keppni og jafna möguleika", sagði Fry. Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes. Ferrari var sektað um 12,2 miljónir fyrir atferli, þar sem Felipe Massa virtist hleypa Fernando Alonso framúr sér í brautinni, en hann var í forystu. Ferrari ákvað að áfrýja ekki dómnum, en treystir á að akstursíþróttaráð FIA sýni málinu skilning. En dómarar á Hockenheim sendu málið áfram til frekari skoðunar. Skiptar skoðanir eru á málinu sem kom upp og sumir benda á að óbeinar liðsskipanir hafi tíðkast lengi í Formúlu 1 og að Ferrari hafi gert hlutina fyrir opnum tjöldum og það sé þeim til hróss. "Fyrst og fremst verða menn að hlýða reglum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hafa dómarar og FIA síðasta orðið. En að því slepptu, þá eru keppnisliðin ábyrg fyrir góðum mótum", sagði Fry í samtali við autosport.com. "Ef við setjum til hliðar hvort það sem gerðist í gær var liðsskipun, þá finn ég til með Felipe Massa. Ekk síst útaf því sem gerðist hjá honum í fyrra (hann slasaðist í móti í Ungverjalandi og var frá út árið). Hann stóð sig vel í mótinu og þetta virðist ekki sanngjarnt." "Ég heyrði David Coulthard tala um að liðsskipanir hefðu alltaf verið til staðar, en ég held að það séu breyttir tímar. Áhorfendur vilja sjá ökumenn berjast, þó keppnisliðin hugsi í titlum, þá vilja flestir áhorfendur sjá baráttu á milli einstaklinga." Fry segir að jafnræði ríki á milli ökumanna í hans liði, en Nico Rosberg og Michael Schumacher eru ökumenn liðsins. Staðan var önnur þegar hann hóf störf með liði BAR Honda, sem er grunnurinn að Mercedes í dag. "Staðan breyttist fyrir löngu síðan hvað þetta varðar og eina reglan sem við höfum er að menn keyri ekki á hvorn annan. Við berum ábyrgð á því að ökumenn okkar fái sama búnað til keppni og jafna möguleika", sagði Fry.
Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn