Button: Allt galopið í titilslagnum 5. október 2010 17:16 Jenson Button kann vel við sig í Japan. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011." Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011."
Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira