Webber: Svefnleysi skilaði árangri 8. maí 2010 14:13 Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton fagna árangrinum í dag. Mynd: Getty Images Lítil svefna aðstoðarmanna Mark Webber varð til þessa að hann náði besta tíma í tímatökum í Barcelona í dag. Webber sagði sína menn hafa unnið mikið í bílum hans og Sebastian Vettel tvær síðustu nætur og það hafi skilað árangri. "Það skilaði sér í góðum aksturstímum að bæði teymi liðsins hafa lítið sofið tvær síðustu nætur. Tímatakan var stórkostleg og Christian (Horner framkvæmdarstjóri Red Bull) sagði fyrir tímatökuna að ég fengi álíka bíl til að keyra þessa braut á næstunni og ég ætti að njóta þess. Sem og ég gerði", sagði Webber á blaðamannafundinum eftir keppnina samkvæmt frétt hjá autosport.com. Webber var ánægður með að vera á udan Vettel, liðsfélaga sínum. "Það er ánægjuleg samkeppni á milli okkar Seb og hann hefur náð frábærum árangri. Það var gott að slá honum við. Það sýnir að liðið er að vinna sem heild. Keppnin verður löng og ströng og ég er ánægður með bílinn hvað uppsetningu varðar fyrir kappaksturinn. Ég fæ engin stig í dag, en hlakka til morgundagsins", sagði Webber.Bein útsending frá kappakstrinum í Barcelona er á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lítil svefna aðstoðarmanna Mark Webber varð til þessa að hann náði besta tíma í tímatökum í Barcelona í dag. Webber sagði sína menn hafa unnið mikið í bílum hans og Sebastian Vettel tvær síðustu nætur og það hafi skilað árangri. "Það skilaði sér í góðum aksturstímum að bæði teymi liðsins hafa lítið sofið tvær síðustu nætur. Tímatakan var stórkostleg og Christian (Horner framkvæmdarstjóri Red Bull) sagði fyrir tímatökuna að ég fengi álíka bíl til að keyra þessa braut á næstunni og ég ætti að njóta þess. Sem og ég gerði", sagði Webber á blaðamannafundinum eftir keppnina samkvæmt frétt hjá autosport.com. Webber var ánægður með að vera á udan Vettel, liðsfélaga sínum. "Það er ánægjuleg samkeppni á milli okkar Seb og hann hefur náð frábærum árangri. Það var gott að slá honum við. Það sýnir að liðið er að vinna sem heild. Keppnin verður löng og ströng og ég er ánægður með bílinn hvað uppsetningu varðar fyrir kappaksturinn. Ég fæ engin stig í dag, en hlakka til morgundagsins", sagði Webber.Bein útsending frá kappakstrinum í Barcelona er á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira