Alonso tilbúinn í lokaslag um titilinn 10. nóvember 2010 17:51 Fernando Alonso hefur reynsluna til að keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 og varð meistari 2005 og 2006. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com. Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com.
Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira