Belgískur nýliði ökumaður Virgin 2011 21. desember 2010 10:22 Jerome D'Ambrosio verður liðsmaður Virgin á næsta ári. Virgin liðið tilkynnti í dag að Belginn Jerome D'Ambrosio verði með Timo Glock hjá liðinu á næsta ári í stað Lucas di Grassi. Belginn er 25 ára gamall og prófaði bíl Virgin á föstudagsæfingum í Singapúr, Japan, Kóreu og Brasilíu, auk þess að aka á æfingum fyrir nýliða eftir lokamótið í Abu Dhabi. Jerome hefur keppt í GP 2 mótaröðinni síðustu fjögur ár. "Ég er ánægður að hafa náð því takmarki að fá sæti hjá Marussia Virgin. Þegar ég kom til liðsins í september var það draumur að rætast. Það var mikill samkeppni um þetta sæti, en mér gekk vel með liðinu og fannst ég kominn á heimaslóðir", sagði Jerome. "Þetta eru metnaðarfullir fagmenn og verður gaman að vinna að uppbyggingu liðsins og ég er þakklátur því trausti sem liðið sýnir mér", sagði Jerome. Tuttugu mót verða í Formúlu 1 á næsta ári og hefst tímabilið í mars, en æfingar byrja í febrúar. Verða 24 ökumenn á ráslínunni og á eftir að skipa í örfá sæti enn sem komið er. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Virgin liðið tilkynnti í dag að Belginn Jerome D'Ambrosio verði með Timo Glock hjá liðinu á næsta ári í stað Lucas di Grassi. Belginn er 25 ára gamall og prófaði bíl Virgin á föstudagsæfingum í Singapúr, Japan, Kóreu og Brasilíu, auk þess að aka á æfingum fyrir nýliða eftir lokamótið í Abu Dhabi. Jerome hefur keppt í GP 2 mótaröðinni síðustu fjögur ár. "Ég er ánægður að hafa náð því takmarki að fá sæti hjá Marussia Virgin. Þegar ég kom til liðsins í september var það draumur að rætast. Það var mikill samkeppni um þetta sæti, en mér gekk vel með liðinu og fannst ég kominn á heimaslóðir", sagði Jerome. "Þetta eru metnaðarfullir fagmenn og verður gaman að vinna að uppbyggingu liðsins og ég er þakklátur því trausti sem liðið sýnir mér", sagði Jerome. Tuttugu mót verða í Formúlu 1 á næsta ári og hefst tímabilið í mars, en æfingar byrja í febrúar. Verða 24 ökumenn á ráslínunni og á eftir að skipa í örfá sæti enn sem komið er.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira