Innlent

Björgólfur Thor verður þér góður vinur

Gagnlegur og góður vinur krónprins frá Serbíu, að mati forseta Íslands.
Gagnlegur og góður vinur krónprins frá Serbíu, að mati forseta Íslands.

Actavis naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til að hasla sér völl í lýðveldinu Serbíu.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað um bréf sem forsetinn skrifaði erlendu fyrirfólki í þágu íslenskra athafnamanna. Vegna frásagnar í bókinni Saga af forseta óskaði nefndin eftir afritum af bréfum forsetans „til að kanna betur þátt forsetans í útrásinni og þeirri gagnrýnislausu þjónustu sem ákveðnum fyrirtækjum var veitt af stjórnvöldum", segir í skýrslunni.

Þegar Actavis átti í vandræðum árið 2004 notaði forsetinn tengsl sín við landið til að koma því í gegnum Alexander krónprins og eiginkonu hans. Forsetinn skrifaði prinsinum meðmælabréf með Björgólfi Thor Björgólfssyni.

Alexander krónprins hefur ekki formlega stöðu í stjórnskipun Serbíu en nýtur þar virðingar sem elsti sonur konungsins sem steypt var af stóli árið 1945.

Forseti Íslands skrifaði prinsinum meðmælabréf með Björg­ólfi Thor hinn 10. janúar 2005 og segir: „Við vonum að þú munir halda áfram sambandi við Björg­ólf Thor Björgólfsson. Eins og við sögðum ykkur gerir persónuleiki hans og velgengni í viðskiptum að verkum að hann verður gagnlegur og góður vinur bæði þinn og landsins þíns."

- pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×