Yamamoto keppir ekki vegna matareitrunar 24. september 2010 11:10 Sakon Yamamoto keppir ekki í Singapúr. Mynd: Getty Images Japaninn Sakon Yamamoto getur ekki keppt í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina vegna matareitrunar og mun Þjóðverjinn Chrstian Klien taka sæti hans hjá Hispania liðinu spænska. "Það lítur út fyrir að Sakon Yamamoto sé með matareitrun og honum líður ekki vel. Af þeim sökum mun Christian Klien aka bílnum í dag og í keppninni. Ég vona að Sakon nái sér og geti keyrt á heimavelli í Japan", sagði Georg Kolles, yfirmaður Hispania liðsins í frétt á autosport.com. Klien er reyndur ökumaður og ók Hispania bílnum á föstudagsæfingum á Spáni, í Barcelona og Valencia. Hann hefur ekki keppt í Formúlu 1 síðan 2006 þegar hann var með Red Bull, en hann var m.a. varaökumaður Honda og BMW um tíma. Gengi Hispania liðsins, sem hóf að keppa á þessu ári hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið virðist hafa átt í erfiðleikum fjárhagslega ef marka má fréttir. Yamamoto kom inn í liðið í stað Karun Chandok, eftir að hafa keppt í einu móti í stað Bruno Senna, sem er hinn ökumaður liðsins. Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Japaninn Sakon Yamamoto getur ekki keppt í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina vegna matareitrunar og mun Þjóðverjinn Chrstian Klien taka sæti hans hjá Hispania liðinu spænska. "Það lítur út fyrir að Sakon Yamamoto sé með matareitrun og honum líður ekki vel. Af þeim sökum mun Christian Klien aka bílnum í dag og í keppninni. Ég vona að Sakon nái sér og geti keyrt á heimavelli í Japan", sagði Georg Kolles, yfirmaður Hispania liðsins í frétt á autosport.com. Klien er reyndur ökumaður og ók Hispania bílnum á föstudagsæfingum á Spáni, í Barcelona og Valencia. Hann hefur ekki keppt í Formúlu 1 síðan 2006 þegar hann var með Red Bull, en hann var m.a. varaökumaður Honda og BMW um tíma. Gengi Hispania liðsins, sem hóf að keppa á þessu ári hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið virðist hafa átt í erfiðleikum fjárhagslega ef marka má fréttir. Yamamoto kom inn í liðið í stað Karun Chandok, eftir að hafa keppt í einu móti í stað Bruno Senna, sem er hinn ökumaður liðsins.
Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira