Webber og Vettel spenntir fyrir Spa 24. ágúst 2010 11:44 Mark Webber á Red Bull er í forystu í stigamótinu. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakki til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda. "Ég held að það sé ekki neinn ökumaður sem ekki hlakkar til Spa. Þetta er ótrúleg braut að keyra og ég geri ráð fyrir að okkur gangi vel á brautinni. Ég veit ekki hvort það gengur eins vel og í Ungverjalandi, en lið okkar er tilbúið", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber er með 161 stig í stigamóti ökumanna, Lewis Hamilton er með 158, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Fernando Alonso 141. Þessi ökumenn eiga langmestu möguleikanna á meistaratitlinum þegar sjö mót eru eftir. Félagi Webbers, Vettel hjá Red Bull leiddi síðustu keppni, þar til hann gerði mistök fyrir aftan öryggsibílinn og Webber nýtti sér það til fullnustu. "Ég elska Spa og þarna eru margar af bestu beygjunum í Formúlu 1. Við vorum samkeppnisfærir í fyrra, en töpuðum í tímatökunni. Veikleiki okkar er á beinu köflunum og í brekkunum, en ég er samt sem áður bjartsýnn á gott gengi", sagði Vettel. Kimi Raikkönen á Ferrari vann mótið á Spa brautinni í fyrra, en Giancarlo Fisichella á Force India náði óvænt öðru sæti, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakki til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda. "Ég held að það sé ekki neinn ökumaður sem ekki hlakkar til Spa. Þetta er ótrúleg braut að keyra og ég geri ráð fyrir að okkur gangi vel á brautinni. Ég veit ekki hvort það gengur eins vel og í Ungverjalandi, en lið okkar er tilbúið", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber er með 161 stig í stigamóti ökumanna, Lewis Hamilton er með 158, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Fernando Alonso 141. Þessi ökumenn eiga langmestu möguleikanna á meistaratitlinum þegar sjö mót eru eftir. Félagi Webbers, Vettel hjá Red Bull leiddi síðustu keppni, þar til hann gerði mistök fyrir aftan öryggsibílinn og Webber nýtti sér það til fullnustu. "Ég elska Spa og þarna eru margar af bestu beygjunum í Formúlu 1. Við vorum samkeppnisfærir í fyrra, en töpuðum í tímatökunni. Veikleiki okkar er á beinu köflunum og í brekkunum, en ég er samt sem áður bjartsýnn á gott gengi", sagði Vettel. Kimi Raikkönen á Ferrari vann mótið á Spa brautinni í fyrra, en Giancarlo Fisichella á Force India náði óvænt öðru sæti, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira