Sport

Evrópumót í badminton: Íslensku landsliðin hafa lokið keppni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/Völundur

Karla -og kvennalandslið Íslands í badminton hafa nú lokið keppni á Evrópumótinu sem fram fer í Póllandi.

Í dag spilaði íslenska kvennalandsliðið gegn Spánverjum á Evrópumótinu í Badminton og tapaði 3-2. Ragna Ingólfsdóttir tapaði naumlega í einliðaleik fyrir Carolina Marin 19-21 og 22-24. Karitas Ósk Ólafsdóttir tapaði í einliðaleik fyrir Beatriz Corrales 9-21 og 12-21. Tinna Helgadóttir sigraði einliðaleik sinn gegn Laura Molina 21-11 og 21-18.

Í tvíliðaleik sigruðu Ragna Ingólfsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir eftir oddalotu Laura Martin og Ana Maria Martin 21-15, 18-21 og 21-18. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir töpuðu tvíliðaleik sínum á móti Sandra Chirlaque og Beatriz Corralez 17-21 og 14-21.

Þetta var sem segir síðasti leikur kvennalandsliðsins á mótinu en það endaði í þriðja sæti D-riðilsins.

Karlalandsliðið sigraði í dag landslið Ungverja 3-2. Einn einliðaleikur endaði með sigri okkar manna og báðir tvíliðaleikirnir.

Helgi Jóhannesson tapaði í einliðaleik fyrir Henrik Toth 11-21 og 5-21. Toth er í 113. sæti heimslistans en Helgi í 258. sæti. Magnús Ingi Helgason tapaði í einliðaleik eftir oddalotu fyrir Kristof Horvath 17-21, 21-13 og 14-21. Atli Jóhannesson sigraði einliðaleik sinn gegn Andras Nemeth 21-16 og 21-12.

Tvíliðaleikina spiluðu Magnús og Kári Gunnarsson, nýliðinn í karlalandsliðinu gegn Toth og Hovath og bræðurnir Helgi og Atli gegn Balazs Bolos og Janos Megyesi. Magnús og Káru unnu 21-13 og 21-15. Helgi og Atli unnu 21-13 og 21-6.

Þetta var síðasti leikur karlalandsliðsins og höfnuðu þeir í fjórða sæti A-riðilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×