Fótbolti

Sigurganga FCK heldur áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn FCK fagna marki.
Leikmenn FCK fagna marki. Nordic Photos / AFP

Það eru fá lið í Evrópu sem hafa jafn mikla yfirburði í sinni deild og FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni.

FCK vann í dag 3-0 útisigur á Randers og er nú komið upp í 48 stig eftir aðeins átján leiki - semsagt fimmtán sigra og þrjú jafntefli. Liðið er með 19 stiga forystu á næsta lið.

Sölvi Geir Ottesen kom ekki við sögu í dag en hann sat á bekknum hjá FCK.

Arnór Smárason var í byrjunarliði Esbjerg sem gerði markalaust jafntefli við Lyngby fyrr í dag.

Ólafur Ingi Skúlason tók út leikbann er SönderjyskE gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland á útivelli. Arnar Darri Pétursson var á bekknum hjá SönderjyskE.

Þá vann Bröndby 2-0 sigur á OB en Rúrik Gíslason er frá vegna meiðsla í síðarnefnda liðinu.

Þrjú lið eru með 29 stig í 2.-4. sæti deildarinnar en OB er eitt þeirra. SönderjyskE er í sjöunda sætinu með 21 stig og Esbjerg í ellefta og næstneðsta sæti með sautján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×