Gerir grín að Jóni stóra 7. desember 2010 10:00 Helgi hefur gefið út ádeilubók þar sem Jón stóri er í forgrunni. fréttablaðið/valli Helgi Jean Claesson hefur sent frá sér bók þar sem hinn umdeildi Jón stóri er til umfjöllunar. „Ég sá hann fyrst í ræktinni. Þá kom hugmyndin upp þegar ég sá hann tróna yfir öllum,“ segir rithöfundurinn og spéfuglinn Helgi Jean Claessen. Hann hefur gefið út sína fjórðu ádeilubók og í þetta sinn er hinn umdeildi Jón stóri, eða Jón Hilmar Hallgrímsson, í forgrunni. Jón var í fjölmiðlum fyrr á árinu í tengslum við Kúbvejamálið svokallaða. „Ég sendi honum skilaboð á Facebook og hitti hann heima hjá honum því ég hafði engan sérstakan áhuga á að gera þetta án þess að vera búinn að spyrja hann. Ég var svolítið smeykur við að bera undir hann þessa hugmynd að ég mætti gera grín að honum. Ég var einhvern veginn viðbúinn öllu en svo brást hann mjög vel við,“ segir Helgi, sem á síðasta ári gaf út bók um Facebook með Sölva Tryggvasyni. Að sögn Helga er nýja bókin undir áhrifum frá Íslandsklukku Halldórs Laxness þar sem persóna Jóns stóra er byggð á kotbóndanum Jóni Hreggviðssyni. Inn í söguna fléttast svo borgarstjórinn Jón Gnarr og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Þetta tekur svolítið á tabúunum í þjóðfélaginu,“ segir Helgi um bókina og segist ekki vera að upphefja Jón stóra með skrifum sínum, heldur velta fyrir sér þeim áhuga sem almenningur og fjölmiðlar hafa á honum. „Væri sama umfjöllun ef Jón væri sköllóttur miðaldra maður sem hefði verið að svindla út úr banka? Það er öllum sama um það einhvern veginn.“ Í lok bókarinnar tekur Helgi viðtal við Jón. „Við förum í gegnum uppvöxtinn. Þar er máluð dökk mynd af þessum heimi neyslunnar sem hann hefur reynslu af. Þarna opnar hann sig í fyrsta skipti og talar um þetta,“ segir ádeiluhöfundurinn. freyr@frettabladid.is Bókmenntir Mál Jóns stóra Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Helgi Jean Claesson hefur sent frá sér bók þar sem hinn umdeildi Jón stóri er til umfjöllunar. „Ég sá hann fyrst í ræktinni. Þá kom hugmyndin upp þegar ég sá hann tróna yfir öllum,“ segir rithöfundurinn og spéfuglinn Helgi Jean Claessen. Hann hefur gefið út sína fjórðu ádeilubók og í þetta sinn er hinn umdeildi Jón stóri, eða Jón Hilmar Hallgrímsson, í forgrunni. Jón var í fjölmiðlum fyrr á árinu í tengslum við Kúbvejamálið svokallaða. „Ég sendi honum skilaboð á Facebook og hitti hann heima hjá honum því ég hafði engan sérstakan áhuga á að gera þetta án þess að vera búinn að spyrja hann. Ég var svolítið smeykur við að bera undir hann þessa hugmynd að ég mætti gera grín að honum. Ég var einhvern veginn viðbúinn öllu en svo brást hann mjög vel við,“ segir Helgi, sem á síðasta ári gaf út bók um Facebook með Sölva Tryggvasyni. Að sögn Helga er nýja bókin undir áhrifum frá Íslandsklukku Halldórs Laxness þar sem persóna Jóns stóra er byggð á kotbóndanum Jóni Hreggviðssyni. Inn í söguna fléttast svo borgarstjórinn Jón Gnarr og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Þetta tekur svolítið á tabúunum í þjóðfélaginu,“ segir Helgi um bókina og segist ekki vera að upphefja Jón stóra með skrifum sínum, heldur velta fyrir sér þeim áhuga sem almenningur og fjölmiðlar hafa á honum. „Væri sama umfjöllun ef Jón væri sköllóttur miðaldra maður sem hefði verið að svindla út úr banka? Það er öllum sama um það einhvern veginn.“ Í lok bókarinnar tekur Helgi viðtal við Jón. „Við förum í gegnum uppvöxtinn. Þar er máluð dökk mynd af þessum heimi neyslunnar sem hann hefur reynslu af. Þarna opnar hann sig í fyrsta skipti og talar um þetta,“ segir ádeiluhöfundurinn. freyr@frettabladid.is
Bókmenntir Mál Jóns stóra Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira