Helgi í Góu: Hannes lifir lengur með okkur 28. október 2010 18:54 Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira