Viðskipti erlent

Deutsche Bank eykur hlut sinn í Deutsche Postbank

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Deutsche Bank er stærsti banki í Þýskalandi. Mynd/ afp.
Deutsche Bank er stærsti banki í Þýskalandi. Mynd/ afp.
Deutsche bank tilkynnti i dag að þeir ætla að ráðast í 12,5 milljarða dala skuldabréfaútboð. Peningana ætla þeir einkum að nota til þess að kaupa hlut í Deutsche Postbank. Hlutina í Deutsche Postbank ætla þeir að kaupa á 24 og 25 evrur á hlut. Deutsche Banka á í dag rétt tæplega 30% í Deutsche Postbank.

Á norska viðskiptavefnum e24.no kemur fram að hlutabréf í Deutsche Bank lækkuðu um 4,6% á föstudag en hlutabréf í Deutsche Postbank hækkuðu um 4,8% á sama tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×