Formúlu 1 Indverjinn Chandook hvergi banginn 25. maí 2010 15:53 Karun Chandook er eini Indverjinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Eini Indverski Formúlu 1 ökumaðurinn, Karun Chandook hræðist ekkert keppinauta um sæti hans hjá Hispania liðinu spænska, sem hóf að keppa á þessu ári. Liðinu hefur ekki gengið vel og rekið lestina á meðan liðsmenn ná tökum á annasömum mótshelgum. Hispania liðið rétt komst í Formúlu 1 í upphafi ársins og von Chandook er að Geoff Wills sem var ráðinn til liðsins nái að hanna góðan bíl fyrir 2011. Annað nýtt lið, Lotus er þegar farið að huga að 2011 bílnum. "Ég horfi til framtíðar. Ef liðið bætir sig vil ég vera hér áfram og ef Geoff fær tækifæri til að smíða góðan bíl fyrir 2011, þá getur hann gert góða hluti", sagði Chandook í samtali við autosport.com Hann segir Geoff Wills vera safna kröftum frá öðrum liðum og vonast eftir meira fjárstreymi til að liðið geti gert betur á næsta ári. "Ég vil vera á góðum stað 2011 og tel að þá búi mikið í liðinu ef Geoff fær rétt tækifæri. Hann er lykillinn að hvert liðið þróast. Ég hef skilað mínu miðað við þann bíl sem ég fæ og eins lengi og ég er fljótari en Bruno (Senna), og ég hef verið það til þessa, þá er það gott fyrir mig." "Christian Klien var látinn keyra bílinn á Spáni og eftir þrjá hringi var ég fljótari en hann, með sama bensínmagn og dekk. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en ég tel að ég sé skila hámarks afköstun á þessum bíl. Það er liðsins að þróa bílinn. Ég get bara gert mitt", sagði Chandook. Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Eini Indverski Formúlu 1 ökumaðurinn, Karun Chandook hræðist ekkert keppinauta um sæti hans hjá Hispania liðinu spænska, sem hóf að keppa á þessu ári. Liðinu hefur ekki gengið vel og rekið lestina á meðan liðsmenn ná tökum á annasömum mótshelgum. Hispania liðið rétt komst í Formúlu 1 í upphafi ársins og von Chandook er að Geoff Wills sem var ráðinn til liðsins nái að hanna góðan bíl fyrir 2011. Annað nýtt lið, Lotus er þegar farið að huga að 2011 bílnum. "Ég horfi til framtíðar. Ef liðið bætir sig vil ég vera hér áfram og ef Geoff fær tækifæri til að smíða góðan bíl fyrir 2011, þá getur hann gert góða hluti", sagði Chandook í samtali við autosport.com Hann segir Geoff Wills vera safna kröftum frá öðrum liðum og vonast eftir meira fjárstreymi til að liðið geti gert betur á næsta ári. "Ég vil vera á góðum stað 2011 og tel að þá búi mikið í liðinu ef Geoff fær rétt tækifæri. Hann er lykillinn að hvert liðið þróast. Ég hef skilað mínu miðað við þann bíl sem ég fæ og eins lengi og ég er fljótari en Bruno (Senna), og ég hef verið það til þessa, þá er það gott fyrir mig." "Christian Klien var látinn keyra bílinn á Spáni og eftir þrjá hringi var ég fljótari en hann, með sama bensínmagn og dekk. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en ég tel að ég sé skila hámarks afköstun á þessum bíl. Það er liðsins að þróa bílinn. Ég get bara gert mitt", sagði Chandook.
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira