Hólmfríður Helga Sigurðardóttir : Fýlusmitberinn Facebook Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 13. apríl 2010 00:01 Í síðustu viku birtist enn ein fréttin, byggð á vísindalegum rannsóknum, sem staðfestir þá löngu þekktu staðreynd að brosmildir, glaðlyndir og jákvæðir lifa lengra og betra lífi en annað fólk. Þar sem ég stefni að því að verða í hópi þeirra fjörgömlu gamalmenna sem slíkar rannsóknir byggja á tek ég það nærri mér þegar aðrir taka að sér að stytta líf mitt. Ég fann í gær hvernig það styttist í annan endann, strax meðan á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar stóð. Og ekki lengdist það eftir því sem leið á daginn og meira súrmeti var dregið upp úr hattinum. Í eðlilegum heimi gæti ég stjórnað þeirri pínu sem þessi skýrsla og aðrar fréttir af heimsins böli fá að valda mér. Við það að finna lífslöngunina minnka hefði ég einfaldlega átt að geta slökkt á fréttunum og snúið mér að einhverju uppörvandi. Í þessa reglu er kominn alvarlegur brestur, sem ég óttast að sé þegar farinn að stytta líf okkar flestra. Ég er að tala um Facebook, samfélag vina minna og kunningja, sem ég verð og vil tilheyra, eða verða ella útskúfað úr samfélagi mannanna. Þar býr lítill hópur ólíkra manneskja sem eiga eitt sameiginlegt. Ef þær rekast á einhvern hryllinginn á vafri sínu um Netið varpa þær honum umsvifalaust inn á síðuna. Sérstaklega virðast þær finna hjá sér þörf fyrir að deila með öðrum hræðilegum fréttum af ofbeldi á börnum. Og allir vinir þeirra fá hryllinginn beint í æð, hvort sem þeir kæra sig um eða ekki, fyllast sorg eða viðbjóði, og halda áfram dagsverkum sínum aðeins daprari en þeir voru áður. Miðað við vinafjöldann sem margir eiga á Facebook þarf ekki stærðfræðiséní til að reikna út hvað þessi útbreiðsla böls hefur mikil og slæm margföldunaráhrif í för með sér. Ég tek þessu sem beinni árás á heilsu mína. Ef henni ætti að stúta vildi ég frekar að það væri af einlægri sjálfseyðingarhvöt, ekki ágangi annarra. Nú þegar skýrslan er loksins komin taka fýlusmitberarnir og samfélagsrýnarnir sína rispu. Hamingja okkar hinna hrynur rétt á meðan en rýkur svo upp úr öllu valdi á ný þegar við komumst skrefi nær því að skilja hrunið eftir í fortíðinni. Og þá get ég hætt að pirra mig á pirraða fólkinu. Það samræmist nefnilega illa draumsýninni af sjálfri mér í hópi glöðu gamalmennanna. Sípirraðir eru örugglega löngu dauðir um sjötugt og komast aldrei í þeirra hóp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Í síðustu viku birtist enn ein fréttin, byggð á vísindalegum rannsóknum, sem staðfestir þá löngu þekktu staðreynd að brosmildir, glaðlyndir og jákvæðir lifa lengra og betra lífi en annað fólk. Þar sem ég stefni að því að verða í hópi þeirra fjörgömlu gamalmenna sem slíkar rannsóknir byggja á tek ég það nærri mér þegar aðrir taka að sér að stytta líf mitt. Ég fann í gær hvernig það styttist í annan endann, strax meðan á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar stóð. Og ekki lengdist það eftir því sem leið á daginn og meira súrmeti var dregið upp úr hattinum. Í eðlilegum heimi gæti ég stjórnað þeirri pínu sem þessi skýrsla og aðrar fréttir af heimsins böli fá að valda mér. Við það að finna lífslöngunina minnka hefði ég einfaldlega átt að geta slökkt á fréttunum og snúið mér að einhverju uppörvandi. Í þessa reglu er kominn alvarlegur brestur, sem ég óttast að sé þegar farinn að stytta líf okkar flestra. Ég er að tala um Facebook, samfélag vina minna og kunningja, sem ég verð og vil tilheyra, eða verða ella útskúfað úr samfélagi mannanna. Þar býr lítill hópur ólíkra manneskja sem eiga eitt sameiginlegt. Ef þær rekast á einhvern hryllinginn á vafri sínu um Netið varpa þær honum umsvifalaust inn á síðuna. Sérstaklega virðast þær finna hjá sér þörf fyrir að deila með öðrum hræðilegum fréttum af ofbeldi á börnum. Og allir vinir þeirra fá hryllinginn beint í æð, hvort sem þeir kæra sig um eða ekki, fyllast sorg eða viðbjóði, og halda áfram dagsverkum sínum aðeins daprari en þeir voru áður. Miðað við vinafjöldann sem margir eiga á Facebook þarf ekki stærðfræðiséní til að reikna út hvað þessi útbreiðsla böls hefur mikil og slæm margföldunaráhrif í för með sér. Ég tek þessu sem beinni árás á heilsu mína. Ef henni ætti að stúta vildi ég frekar að það væri af einlægri sjálfseyðingarhvöt, ekki ágangi annarra. Nú þegar skýrslan er loksins komin taka fýlusmitberarnir og samfélagsrýnarnir sína rispu. Hamingja okkar hinna hrynur rétt á meðan en rýkur svo upp úr öllu valdi á ný þegar við komumst skrefi nær því að skilja hrunið eftir í fortíðinni. Og þá get ég hætt að pirra mig á pirraða fólkinu. Það samræmist nefnilega illa draumsýninni af sjálfri mér í hópi glöðu gamalmennanna. Sípirraðir eru örugglega löngu dauðir um sjötugt og komast aldrei í þeirra hóp.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun