Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1 23. september 2010 15:58 Michael Schumacher á fjölda aðdáenda enda sjöfaldur meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher. Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher.
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira