Framtíð Hispania liðsins óljós 11. ágúst 2010 10:50 Bruno Senna á Hispania bílnum. Mynd: Getty Images Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar. "Fjárhagsörðugleikarnir hafa hindrað framþróun bílsins, en það verður hægt að reka liðið til loka ársins. En við erum ekki eins og Red Bull sem getur bætt bíla sína á milli móta með nýjungum", sagði Senna í samtali við brasilíska fjölmiðla í vikunni. Frá þessu segir á autosport.com. Senna gekk til liðs við Hispania og vissi að það var áhætt að hefja leika með nýju liði. Hin nýju liðin eru Virgin og Lotus. Bernie Ecclestone lét í veðri vaka á dögunum að hann yrði ekki hissa ef einhver liði týndu tölunni á árinu og átti þá við nýju liðin. "Það eru fá lið örugg á ráslínunni á næsta ári. Formúlu 1 er ekki auðveldur vettvangur og Hispania og önnur lið geta ekki verið viss um neitt", sagði Senna. "Við vissum að þetta var áhættusamt, en gerðum fastmótaðan samning um starf ökumanns hjá liðinu. Við vissum ekki hvað var í vændum. Þetta hefur verið mikill lærdómur og við hófum tímabilið án þess að hafa æft nokkuð. Við höfum nýtt bílinn eins og kostur er", sagði Senna. Hispania er í viðræðum við Toyota um að fá að nota hluti úr bíl liðsins, en það er flókið mál vegna reglna um slíkt frá FIA. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar. "Fjárhagsörðugleikarnir hafa hindrað framþróun bílsins, en það verður hægt að reka liðið til loka ársins. En við erum ekki eins og Red Bull sem getur bætt bíla sína á milli móta með nýjungum", sagði Senna í samtali við brasilíska fjölmiðla í vikunni. Frá þessu segir á autosport.com. Senna gekk til liðs við Hispania og vissi að það var áhætt að hefja leika með nýju liði. Hin nýju liðin eru Virgin og Lotus. Bernie Ecclestone lét í veðri vaka á dögunum að hann yrði ekki hissa ef einhver liði týndu tölunni á árinu og átti þá við nýju liðin. "Það eru fá lið örugg á ráslínunni á næsta ári. Formúlu 1 er ekki auðveldur vettvangur og Hispania og önnur lið geta ekki verið viss um neitt", sagði Senna. "Við vissum að þetta var áhættusamt, en gerðum fastmótaðan samning um starf ökumanns hjá liðinu. Við vissum ekki hvað var í vændum. Þetta hefur verið mikill lærdómur og við hófum tímabilið án þess að hafa æft nokkuð. Við höfum nýtt bílinn eins og kostur er", sagði Senna. Hispania er í viðræðum við Toyota um að fá að nota hluti úr bíl liðsins, en það er flókið mál vegna reglna um slíkt frá FIA.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira