Alonso vill á verðalaunapallinn 21. júlí 2010 09:20 Jenson Button, Fernando Alonso, Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa allir orðið meistarar í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Fernando Alonso keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi og mætir m.a. sex þýskum ökumönnum sem allir vilja heilla heimamenn. En Ferrari á fjölda aðdáenda í Þýskalandi og ljóst að Alonso fær sinn stuðning líka. Alonso hefur ekki unnið mót frá því að hann fyrsta mót ársins í Barein í mars. Hann dvaldi í fjóra daga í bækstöðum Ferrari í Maranello á Ítalíu í síðustu viku og vann með liðsmönnum sínum og hann segir andann öflugan innan liðsins. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari sagði á dögunum að þeir sem ekki trúa á að Ferrari geti orðið meistari á árinu mættu alveg hætta störfum. "Það er meiri hugur en áður eftir tvö slæm mót og við eigum skilgið góðan árangur. Við höfum séð það á árinu að tvö eða þrjú slæm mót, eða tvö eða þrjú góð geta snúð öllu við", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Þar er vitnað í viðtal við Alonso á vefsvæði Ferrari. "Við munum upplifa góða tíma innan skamms, hámarka getu bílsins og komast á verðlaunapall í tveimur til þremur mótum í röð. Ég er viss um að nýja stigakerfið mun hjálpa okkur í toppslaginn á nýjan leik. Mjög fljótlega." "Ég er bjartsýnn fyrir komandi mót og mætum með nýja hluti í bílnum og hættum ekki að reyna. Við munu berjast til þrautar", sagði Alonso. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi og mætir m.a. sex þýskum ökumönnum sem allir vilja heilla heimamenn. En Ferrari á fjölda aðdáenda í Þýskalandi og ljóst að Alonso fær sinn stuðning líka. Alonso hefur ekki unnið mót frá því að hann fyrsta mót ársins í Barein í mars. Hann dvaldi í fjóra daga í bækstöðum Ferrari í Maranello á Ítalíu í síðustu viku og vann með liðsmönnum sínum og hann segir andann öflugan innan liðsins. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari sagði á dögunum að þeir sem ekki trúa á að Ferrari geti orðið meistari á árinu mættu alveg hætta störfum. "Það er meiri hugur en áður eftir tvö slæm mót og við eigum skilgið góðan árangur. Við höfum séð það á árinu að tvö eða þrjú slæm mót, eða tvö eða þrjú góð geta snúð öllu við", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Þar er vitnað í viðtal við Alonso á vefsvæði Ferrari. "Við munum upplifa góða tíma innan skamms, hámarka getu bílsins og komast á verðlaunapall í tveimur til þremur mótum í röð. Ég er viss um að nýja stigakerfið mun hjálpa okkur í toppslaginn á nýjan leik. Mjög fljótlega." "Ég er bjartsýnn fyrir komandi mót og mætum með nýja hluti í bílnum og hættum ekki að reyna. Við munu berjast til þrautar", sagði Alonso.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira