Innlent

Rannsóknarnefndin kom skilaboðum til sérstaks Ríkissaksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir af fulltrúum í Rannsóknarnefnd Alþingis. Mynd/ Stefán.
Tveir af fulltrúum í Rannsóknarnefnd Alþingis. Mynd/ Stefán.
Björn L. Bergsson, sérstakur Ríkissaksóknari fékk í gær sent til ábendingar frá Rannsóknarnefnd Alþingis um brot sem mögulega gætu hafa átt sér stað.

Björn segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða yfirlitsbréf með tilvísun í einstaka kafla skýrslunnar. Þá sé yfirlitsbréfið sjálft í raun kafli í skýrslunni.

Björn segir að yfirlitsbréfið feli ekki í sér upplistun á tilteknum tilvikum heldur sé vikið að tiltekinni háttsemi sem Rannsóknarnefndin telur tilefni til að skoða nánar.

Björn segir að af þessu yfirliti sé fátt sem komi á óvart. Málin séu í flestum tilfellum kunnugleg sérstökum saksóknara nú þegar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×