Vala heiðursgestur á Bronsleikum ÍR - vann brons í Sydney fyrir 10 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2010 11:30 Vala Flosadóttir með bronsið sitt fyrir tíu árum. Mynd/AFP ÍR-ingar ætla að minnast þess að 16. september næstkomandi verða liðin tíu ár frá því að Vala Flosadóttir stóð á verðlaunapalli Ól í Sydney árið 2000. ÍR-ingar munu minnast þessa afreks Völu með því að halda barnamót í frjálsíþróttum í Laugardalshöll sem þeir ætla að kalla Bronsleika. Vala Flosadóttir verður heiðursgestur á Bronsleikunum en ÍR-ingar bjóða henni til landsins. Hún kemur til landsins 16. september en Bronsleikarnir fara síðan fram 18. september frá klukkan 9 til 12. Vala vann bronsverðlaunin í stangarstökki eftir að hafa sveiflað sér yfir rána í 4.50m hæð en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur unnið verðlaun á Ólympíuleikum. "Til Bronsleika ÍR bjóðum við öllum börnum sem fædd eru árið sem Vala fékk bronsið og síðar það er 10 ára og yngri. Á Bronsleikunum verður áhersla lögð á gleði og gaman og fjölbreyttar þrautir á stöðvum víðsvegar um Frjálsíþróttahöllina í Laugardal," segir á heimasíðu ÍR. "Þessi íþróttahátið hentar öllum börnum hvort sem þau æfa íþróttir eða ekki. Hér er áherslan ekki á keppni heldur skemmtilega og fjölbreytta þrautabraut þar sem allir eru með. Börnunum er skipt í 8 til 12 manna hópa eftir aldri og óskum barnanna og fullorðinn liðsstjóri fylgir hverjum hópi í gegnum þrautabrautina. Börn fædd 2002 og yngri verða saman í hópum og börn fædd 2000 og 2001 verða saman í hópum. Hver hópur verður myndaður og útbúin viðurkenningarskjöl sem verða aðgengileg til útprentunar á heimasíðu Frjálsíþróttadeildarinnar ÍR að leikunum loknum," segir ennfremur um þetta skemmtilega framtak ÍR-ingar seinna í þessum mánuði. Innlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
ÍR-ingar ætla að minnast þess að 16. september næstkomandi verða liðin tíu ár frá því að Vala Flosadóttir stóð á verðlaunapalli Ól í Sydney árið 2000. ÍR-ingar munu minnast þessa afreks Völu með því að halda barnamót í frjálsíþróttum í Laugardalshöll sem þeir ætla að kalla Bronsleika. Vala Flosadóttir verður heiðursgestur á Bronsleikunum en ÍR-ingar bjóða henni til landsins. Hún kemur til landsins 16. september en Bronsleikarnir fara síðan fram 18. september frá klukkan 9 til 12. Vala vann bronsverðlaunin í stangarstökki eftir að hafa sveiflað sér yfir rána í 4.50m hæð en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur unnið verðlaun á Ólympíuleikum. "Til Bronsleika ÍR bjóðum við öllum börnum sem fædd eru árið sem Vala fékk bronsið og síðar það er 10 ára og yngri. Á Bronsleikunum verður áhersla lögð á gleði og gaman og fjölbreyttar þrautir á stöðvum víðsvegar um Frjálsíþróttahöllina í Laugardal," segir á heimasíðu ÍR. "Þessi íþróttahátið hentar öllum börnum hvort sem þau æfa íþróttir eða ekki. Hér er áherslan ekki á keppni heldur skemmtilega og fjölbreytta þrautabraut þar sem allir eru með. Börnunum er skipt í 8 til 12 manna hópa eftir aldri og óskum barnanna og fullorðinn liðsstjóri fylgir hverjum hópi í gegnum þrautabrautina. Börn fædd 2002 og yngri verða saman í hópum og börn fædd 2000 og 2001 verða saman í hópum. Hver hópur verður myndaður og útbúin viðurkenningarskjöl sem verða aðgengileg til útprentunar á heimasíðu Frjálsíþróttadeildarinnar ÍR að leikunum loknum," segir ennfremur um þetta skemmtilega framtak ÍR-ingar seinna í þessum mánuði.
Innlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira