Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 22,22 prósent

Bakkavararbræður, stofnendur Bakkavarar.
Bakkavararbræður, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 22,22 prósent í Kauphöllinni í dag. Aðeins ein viðskipti standa á bak við hækkunina. Í kjölfar þess að kröfuhafar Bakkavarar samþykktu á dögunum nauðasamninga félagsins óskaði stjórn þess eftir að hlutabréf verði tekin úr viðskiptum. Ekki liggur fyrir hvenær af því verður.   

Á eftir fylgdi gengi bréfa Marels, sem hækkaði um 1,69 prósent, og Össurar, sem hækkaði um 1,68 prósent. Þá hækkaði gengi hlutabréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Petroleum um 0,75 prósent í dag.

Á sama tíma féll gengi bréfa færeyska bankans Eik banka um 3,23 prósent. Gengi bréfa Century Aluminum lækkaði um 1,45 prósent og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum um 1,21 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3 prósent og endaði í tæpum 920,5 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×