Innlent

Hljóðritaði án leyfis

Davíð Oddsson Taldi breska seðlabankastjórann leggja blessun yfir björgunaraðgerðirnar á Íslandi í hruninu en fjármálaráðherra taldi það oftúlkun.
Fréttablaðið/Pjetur
Davíð Oddsson Taldi breska seðlabankastjórann leggja blessun yfir björgunaraðgerðirnar á Íslandi í hruninu en fjármálaráðherra taldi það oftúlkun. Fréttablaðið/Pjetur
Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hljóðritaði án heimildar trúnaðarsamtal sitt við breska seðlabankastjórann, Mervyn King, í byrjun október 2008.

Davíð sagði ráðherrum í ríkisstjórninni frá símtalinu við King á fundi í ráðherrabústaðnum 4. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er vitnað til lýsingar Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, af fundinum. Af henni er ljóst að skiptar skoðanir voru meðal fundarmanna í ráðherrabústaðnum um það hvernig túlka bæri orð Mervyns King.

„Miðað við enska textann fannst mér Davíð leggja of mikið upp úr orðum Mervyns King, að hann væri að leggja blessun sína yfir það sem við værum að gera," segir Árni.

Í skýrslunni segir að Davíð hafi ekki í upphafi símtalsins óskað leyfis Kings fyrir því að hljóðrita það.

„Í endurritinu kemur einnig fram að Davíð hafi sérstaklega nefnt að um trúnaðarsamtal væri að ræða, samanber orð hans („because we are talking 100% in secrecy and private" [því þetta er einkasamtal milli okkar og með hundrað prósent leynd]), og að Mervyn King hafi játað því," segir rannsóknarnefndin sem gaf King færi á að tjá sig um hugsanlega birtingu endurritsins.

Í svari Seðlabanka Bretlands segir að hljóðritunin gangi gegn venjum í samskiptum milli seðlabanka og að í samtalinu hafi komið fram viðkvæmar upplýsingar um margvíslega banka. Þess vegna leggist Mervyn King gegn birtingu þess. - gar

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×