Viðskipti erlent

Efnuðustu þjóðirnar fella niður allar skuldir Haiti

Efnuðustu þjóðir heims, G-7 hópurinn svokallaði, hafa ákveðið að fella niður allar skuldir Haiti í kjölfar hörmunganna þar í landi undanfarnar vikur.

Þetta er ein af niðurstöðum fundar G-7 hópsins sem haldinn var um helgina í innúíta þorpinu Iqaliut í norðurhluta Kanada um helgina.

Það var Jim Flaherty fjármálaráðherra Kanada sem tilkynnti þessa niðurstöðu að sögn BBC og sagði að allir skuldir Haiti hjá G-7 hópnum yrðu afskrifaðar að fullu. Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sagði við þetta tækifæri að það væri ekki rétt að land sem væri niðurgrafið í rústum væri einnig niðurgrafið í skuldum.

Haiti skuldar nú Alþjóðabankanum og Inter American Development Bank um 118 milljarða kr. og það er sú upphæð sem G-7 afskrifar. Fleiri þjóðir hafa sagt að þær muni einnig afskrifa skuldir Haiti.

Helsta niðurstaða fundarins var annars sú að ríkisstjórnir G-7 hópsins ætla að halda áfram stuðningi sínum við hagkerfi landanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×