Íslenskir kylfingar ósáttir við að klukkunni verði seinkað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2010 19:15 Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður. Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður.
Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira