Hamilton segist þurfa kraftaverk, en McLaren stjórinn ekki sammála 8. nóvember 2010 14:10 McLaren liðið hefur unnið nokkra sigra á árinu og þeir fögnuðu m.a. tvöföldum sigri í Kína á þessu ári.Martin Whitmarsh fagnar hér með Lewis Hamilton og Jenson Button. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira