Þorvaldur Gylfason: Forsetinn fremur aldrei glæp 15. apríl 2010 06:00 Bandaríkin eru óskorað réttarríki. Bandaríkjamenn eru jafnir fyrir lögum. Fyrrum ríkisstjóri Illinois, Milorad Blagojevich, er á leiðinni í fangelsi fyrir glæp, sem hann framdi í embætti. Lögreglan hleraði símann hans og sannaði að hann ætlaði að selja þingsæti Baracks Obama forseta í öldungadeildinni, þegar Obama flutti í Hvíta húsið í fyrra, eða taka sætið sjálfur. Þegar Lewis Libby, skrifstofustjóri Cheney's varaforseta, var dæmdur í háa fjársekt og fangelsi fyrir meinsæri, þurfti hann að vísu ekki að sitja dóminn af sér, þar eð Bush forseti veitti honum sakaruppgjöf að hluta. Kunnugir herma, að Bush og Cheney talist nú ekki við. Fer vel á því. Richard Nixon forseti hlaut einnig sakaruppgjöf á sínum tíma og þurfti því ekki að sitja inni fyrir aðild sína að innbrotinu í Watergate-bygginguna í Washington, en hann hafnaði samt í einu neðsta þrepinu í virðingarstiga bandarískra stjórnmálamanna. Réttar sagt tók Nixon sér stöðu þar sjálfur. Þannig vildi til, að vorið 1977, þrem árum eftir að hann hrökklaðist frá völdum, voru sýnd í sjónvarpi fjögur löng viðtöl brezka sjónvarpsmannsins Davids Frost við Nixon. Fyrstu viðtölin þrjú voru hvorki fugl né fiskur. Í fjórða viðtalinu féll sprengja, þegar Nixon missti út úr sér játningu, sem afhjúpaði og innsiglaði eðli hans og orðstír sem lögbrjóts. Hann sagði berum orðum, að forsetinn væri hafinn yfir lög: „When the president does it, that means that it is not illegal." Um leið og orðin féllu, byrjaði Nixon að svitna. Tugir milljóna manna urðu vitni að bommertunni. Taflinu var lokið. Þessi saga rifjast upp nú, þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er komin út. Nú reynir á, hvort Ísland rís undir nafni sem fullburða réttarríki, þar sem allir eru jafnir fyrir lögum. Í skýrslunni er fullyrt, að bankarnir hafi brotið lög. Sérstökum saksóknara ber því að ákæra bankastjóra og bankaráðsmenn allra þriggja bankanna fyrir lögbrot auk nokkurra annarra stjórnenda og stórra hluthafa eftir atvikum. Orðrétt segir danski bankastjórinn Jørn Astrup Hansen í skýrslunni (2. bindi, bls. 313): „Bankarnir brutu ekki aðeins lög heldur fóru þeir einnig yfir sín eigin mörk. Eða færðu mörkin eftir þörfum." Hann bætir við (bls. 317-18): „Þrír tiltölulega stórir bankar hefðu hæglega átt að geta þjónað jafnvel stærstu fyrirtækjum landsins án þess að brjóta mikilvægustu reglu í bankalöggjöfinni sem kveður á um að takmarka beri hámarksstærð einstakra skuldbindinga við 25% af áhættugrunni bankans. … Íslensku bankarnir brutu gegn þessari reglu. Þeir réðust m.a.s. út í mjög stór viðskipti og virtu á engan hátt ákvæði í reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 216 frá 2. mars 2007, þar sem „tengd áhætta" er skilgreind." Hansen segir einnig (bls. 318): „Allir bankarnir þrír notuðu sérstaklega óheilbrigðar aðferðir sem fólust í að veita lánsfjármögnun til kaupa á eigin hlutabréfum gegn veðum í bréfunum sjálfum. Lán fyrir kaupum eigin bréfa gegn veði í þeim varð eftir október 2007 þannig að formi og umfangi að gera má ráð fyrir að hafi brotið gegn lögum. … Fimm stærstu hluthafar bankanna voru einnig fimm stærstu viðskiptavinir þeirra. Langstærstu! En ekki nóg með það. Þeir sátu einnig í bankastjórn eða áttu fulltrúa þar. Fyrirkomulagið virðist vægast sagt vafasamt. Hætta á klíkuskap og sjálfsafgreiðslu vofir yfir." Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar kaus Rannsóknarnefndin að ræða ekki í skýrslu sinni spurninguna um, hvort bankarnir og stjórnvöld brutu gegn 249. grein almennra hegningarlaga um umboðssvik. Nefndin getur ekki skotið sér á bak við þá skýringu, að hugsanleg umboðssvik liggi utan við vettvang skýrslunnar, því að þá hefði framlag Jørns Astrups Hansen varla heldur átt heima í skýrslunni. Skýrslan staðfestir, að eigendur bankanna rændu þá með hjálp stjórnvalda eins og við Vilhjálmur Bjarnason lektor og aðrir höfum haldið fram frá byrjun. Aðferðin er alþekkt eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Úr því að Rannsóknarnefndin kaus að fjalla ekki um hugsanleg umboðssvik, þarf sérstakur saksóknari að fylla skarðið og einnig að ákæra þá fjóra embættismenn, sem Rannsóknarnefndin telur hafa brotið lög. Alþingi ber einnig að draga þrjá fyrrum ráðherra fyrir Landsdóm. Verði hinir ákærðu fundnir sekir, getur forseti Íslands að vísu veitt þeim sakaruppgjöf samkvæmt heimild í stjórnarskránni, en ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem Landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Landsdómur Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Bandaríkin eru óskorað réttarríki. Bandaríkjamenn eru jafnir fyrir lögum. Fyrrum ríkisstjóri Illinois, Milorad Blagojevich, er á leiðinni í fangelsi fyrir glæp, sem hann framdi í embætti. Lögreglan hleraði símann hans og sannaði að hann ætlaði að selja þingsæti Baracks Obama forseta í öldungadeildinni, þegar Obama flutti í Hvíta húsið í fyrra, eða taka sætið sjálfur. Þegar Lewis Libby, skrifstofustjóri Cheney's varaforseta, var dæmdur í háa fjársekt og fangelsi fyrir meinsæri, þurfti hann að vísu ekki að sitja dóminn af sér, þar eð Bush forseti veitti honum sakaruppgjöf að hluta. Kunnugir herma, að Bush og Cheney talist nú ekki við. Fer vel á því. Richard Nixon forseti hlaut einnig sakaruppgjöf á sínum tíma og þurfti því ekki að sitja inni fyrir aðild sína að innbrotinu í Watergate-bygginguna í Washington, en hann hafnaði samt í einu neðsta þrepinu í virðingarstiga bandarískra stjórnmálamanna. Réttar sagt tók Nixon sér stöðu þar sjálfur. Þannig vildi til, að vorið 1977, þrem árum eftir að hann hrökklaðist frá völdum, voru sýnd í sjónvarpi fjögur löng viðtöl brezka sjónvarpsmannsins Davids Frost við Nixon. Fyrstu viðtölin þrjú voru hvorki fugl né fiskur. Í fjórða viðtalinu féll sprengja, þegar Nixon missti út úr sér játningu, sem afhjúpaði og innsiglaði eðli hans og orðstír sem lögbrjóts. Hann sagði berum orðum, að forsetinn væri hafinn yfir lög: „When the president does it, that means that it is not illegal." Um leið og orðin féllu, byrjaði Nixon að svitna. Tugir milljóna manna urðu vitni að bommertunni. Taflinu var lokið. Þessi saga rifjast upp nú, þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er komin út. Nú reynir á, hvort Ísland rís undir nafni sem fullburða réttarríki, þar sem allir eru jafnir fyrir lögum. Í skýrslunni er fullyrt, að bankarnir hafi brotið lög. Sérstökum saksóknara ber því að ákæra bankastjóra og bankaráðsmenn allra þriggja bankanna fyrir lögbrot auk nokkurra annarra stjórnenda og stórra hluthafa eftir atvikum. Orðrétt segir danski bankastjórinn Jørn Astrup Hansen í skýrslunni (2. bindi, bls. 313): „Bankarnir brutu ekki aðeins lög heldur fóru þeir einnig yfir sín eigin mörk. Eða færðu mörkin eftir þörfum." Hann bætir við (bls. 317-18): „Þrír tiltölulega stórir bankar hefðu hæglega átt að geta þjónað jafnvel stærstu fyrirtækjum landsins án þess að brjóta mikilvægustu reglu í bankalöggjöfinni sem kveður á um að takmarka beri hámarksstærð einstakra skuldbindinga við 25% af áhættugrunni bankans. … Íslensku bankarnir brutu gegn þessari reglu. Þeir réðust m.a.s. út í mjög stór viðskipti og virtu á engan hátt ákvæði í reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 216 frá 2. mars 2007, þar sem „tengd áhætta" er skilgreind." Hansen segir einnig (bls. 318): „Allir bankarnir þrír notuðu sérstaklega óheilbrigðar aðferðir sem fólust í að veita lánsfjármögnun til kaupa á eigin hlutabréfum gegn veðum í bréfunum sjálfum. Lán fyrir kaupum eigin bréfa gegn veði í þeim varð eftir október 2007 þannig að formi og umfangi að gera má ráð fyrir að hafi brotið gegn lögum. … Fimm stærstu hluthafar bankanna voru einnig fimm stærstu viðskiptavinir þeirra. Langstærstu! En ekki nóg með það. Þeir sátu einnig í bankastjórn eða áttu fulltrúa þar. Fyrirkomulagið virðist vægast sagt vafasamt. Hætta á klíkuskap og sjálfsafgreiðslu vofir yfir." Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar kaus Rannsóknarnefndin að ræða ekki í skýrslu sinni spurninguna um, hvort bankarnir og stjórnvöld brutu gegn 249. grein almennra hegningarlaga um umboðssvik. Nefndin getur ekki skotið sér á bak við þá skýringu, að hugsanleg umboðssvik liggi utan við vettvang skýrslunnar, því að þá hefði framlag Jørns Astrups Hansen varla heldur átt heima í skýrslunni. Skýrslan staðfestir, að eigendur bankanna rændu þá með hjálp stjórnvalda eins og við Vilhjálmur Bjarnason lektor og aðrir höfum haldið fram frá byrjun. Aðferðin er alþekkt eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Úr því að Rannsóknarnefndin kaus að fjalla ekki um hugsanleg umboðssvik, þarf sérstakur saksóknari að fylla skarðið og einnig að ákæra þá fjóra embættismenn, sem Rannsóknarnefndin telur hafa brotið lög. Alþingi ber einnig að draga þrjá fyrrum ráðherra fyrir Landsdóm. Verði hinir ákærðu fundnir sekir, getur forseti Íslands að vísu veitt þeim sakaruppgjöf samkvæmt heimild í stjórnarskránni, en ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem Landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun