Sport

Kristín Birna búin að ná b-lágmarki inn á EM í frjálsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Birna Ólafsdóttir.
Kristín Birna Ólafsdóttir. Mynd/ÓskarÓ
ÍR-ingurinn Kristín Birna Ólafsdóttir bætti sig í 400 metra grindarhlaupi og náði B-lágmarki á Evrópumeistaramótið í Barcelona í sumar. Hún er þar með fimmti íslendingurinn sem er kominn með lágmark á EM í frjálsum.

Kristín Birna Ólafsdóttir hljóp á 58.31 sekúndum sem er bæting á hennar besta árangri sem var 58.82 sekúndur frá árinu 2008. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍR-inga.

Hlaupið fór fram á sterku móti í Hollandi og varð Kristín Birna fjórða í hlaupinu sem vannst á 57.73 sekúndum. Kristín Birna er samt enn í fjórða sæti á íslenskri afrekaskrá í 400m grindahlaupi en afrekskonurnar Guðrún Arnardóttir, Helga Halldórsdóttir og Silja Úlfarsdóttir hafa hlaupið hraðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×