Af heimsku og niðurgangi 26. maí 2010 06:00 Það væri ósanngjarnt að segja að mannskepnan sé heimsk. Hinsvegar er hægt að bera á borð fyrir hana næstum hvaða vitleysu sem er og láta hana tyggja á henni um ókomna tíð. Í mörgum tilfellum er eflaust tímaskorti frekar en heimsku um að kenna. Erillinn gerir mörgum erfitt fyrir að velta því fyrir sér hverju þeir eru að stinga upp í sig eða japla á. Ég var fyrir skemmstu í þorpinu Garrucha á suð-austurströnd Spánar. Hvernig sem á því stendur þá er rækjan sem kennd er við þetta þorp fræg um gjörvallan Spán og þykir hið mesta góðgæti. Þeir sem hafa tíma til að velta þessu fyrir sér spyrja sig hvers vegna rækjan sem landað er í þessu þorpi sé svona miklu betri en sú sem landað er annars staðar. Rækjan er jú ekki tínd upp úr fjörunni. Þeir sem gefa sér enn meiri tíma komast að því að megnið af þessari svokölluðu Garrucha-rækju hefur ekkert með þetta litla þorp að gera. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli. Ég er ekki vanur að spyrja hvaðan kræsingarnar koma áður en ég kokgleypi við þeim. Hefur mér heldur aldrei orðið meint af þó logið sé til um upprunann. Þær mættu þess vegna koma úr Reykjavíkurtjörn svo lengi sem bragðið svíkur ekki og engin óþægileg eftirköst fylgja. En nú standa kosningar fyrir dyrum og frambjóðendur hrista allar mögulega kræsingar fram úr erminni og bera á borð kjósenda. Þá ríður á að allir séu varir um sig. Best er að gefa sér góðan tíma og jafnvel hugsa málið, sé því við komið. Mér var kennt, eins og fleiri Vestfirðingum, að vera ekki matvandur. Hinsvegar væri það heillaráð að spyrja nokkurra spurninga áður en gleypt er við góssinu: 1) Hvaðan er hráefnið komið? 2) Hverju var bætt út í? 3) Hver kokkaði? Og síðast en ekki síst, 3) Hver á að vaska upp? Ef boðið er upp á loðin svör og langlokur er best að þakka kurteislega fyrir sig og halda sinnar leiðar. Þeim sem vilja taka áhættuna er hinsvegar bent á að vel saltaðar súpur eru afar góðar við niðurgangi. Heimsku er hinsvegar erfiðar að eiga við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Það væri ósanngjarnt að segja að mannskepnan sé heimsk. Hinsvegar er hægt að bera á borð fyrir hana næstum hvaða vitleysu sem er og láta hana tyggja á henni um ókomna tíð. Í mörgum tilfellum er eflaust tímaskorti frekar en heimsku um að kenna. Erillinn gerir mörgum erfitt fyrir að velta því fyrir sér hverju þeir eru að stinga upp í sig eða japla á. Ég var fyrir skemmstu í þorpinu Garrucha á suð-austurströnd Spánar. Hvernig sem á því stendur þá er rækjan sem kennd er við þetta þorp fræg um gjörvallan Spán og þykir hið mesta góðgæti. Þeir sem hafa tíma til að velta þessu fyrir sér spyrja sig hvers vegna rækjan sem landað er í þessu þorpi sé svona miklu betri en sú sem landað er annars staðar. Rækjan er jú ekki tínd upp úr fjörunni. Þeir sem gefa sér enn meiri tíma komast að því að megnið af þessari svokölluðu Garrucha-rækju hefur ekkert með þetta litla þorp að gera. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli. Ég er ekki vanur að spyrja hvaðan kræsingarnar koma áður en ég kokgleypi við þeim. Hefur mér heldur aldrei orðið meint af þó logið sé til um upprunann. Þær mættu þess vegna koma úr Reykjavíkurtjörn svo lengi sem bragðið svíkur ekki og engin óþægileg eftirköst fylgja. En nú standa kosningar fyrir dyrum og frambjóðendur hrista allar mögulega kræsingar fram úr erminni og bera á borð kjósenda. Þá ríður á að allir séu varir um sig. Best er að gefa sér góðan tíma og jafnvel hugsa málið, sé því við komið. Mér var kennt, eins og fleiri Vestfirðingum, að vera ekki matvandur. Hinsvegar væri það heillaráð að spyrja nokkurra spurninga áður en gleypt er við góssinu: 1) Hvaðan er hráefnið komið? 2) Hverju var bætt út í? 3) Hver kokkaði? Og síðast en ekki síst, 3) Hver á að vaska upp? Ef boðið er upp á loðin svör og langlokur er best að þakka kurteislega fyrir sig og halda sinnar leiðar. Þeim sem vilja taka áhættuna er hinsvegar bent á að vel saltaðar súpur eru afar góðar við niðurgangi. Heimsku er hinsvegar erfiðar að eiga við.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun