Viðskipti erlent

Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum

Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron.

Sérútgáfan sem hér um ræðir er að vísu módel í hlutfallinu 1:18 og því 25 sm löng og vegur sjö kíló. Þau kíló eru hinsvegar að mestu 24 karata gull fyrir utan grillið sem er búið til úr 7,2 karata demanti. Verðmiðinn á þessu módeli er í kringum 400 milljónir kr.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að það sé þýska fyrirtækið Robert Gülpen Engineering GmbH sem smíðaði módelið en fyrirtækið sérhæfir sig í slíkum smíðum. Þessi útgáfa verður aðeins smíðuð í þremur eintökum að því er segir á e24.no.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×