Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings 19. apríl 2010 04:00 Einn af helstu hluthöfum Kaupþings lenti í miklum hremmingum þegar dyr lokuðust á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum árið 2008 og greip til ýmissa ráða til að halda verði hlutabréfa í bankanum uppi. Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira