Schumacher áminntur fyrir brot á Barrichello 23. október 2010 11:51 Michael Schumacher ekur með Mercedes. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira