Ásakanirnar sagðar ekki svaraverðar 30. ágúst 2010 06:00 Svarar ásökunum með því að benda á aðra.Fréttablaðið/Valli „Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira