Viðskipti erlent

Greenspan svarar fyrir sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alan Greenspan ber vitni í dag. Mynd/ AFP.
Alan Greenspan ber vitni í dag. Mynd/ AFP.
Alan Greenspan, fyrrum aðalbankastjóri seðlabankans í Bandaríkjunum, mun í dag bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda efnahagshrunsins í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann viðurkenni að bankinn hafi lítið gert til þess að reyna að koma í veg fyrir ofvöxt fjármálastofnana í landinu en vöxtur þeirra er talinn hafa átt sinn þátt í því hvernig fór.

Það er hins vegar ekki búist við því að Greenspan, sem var seðlabankastjóri á árunum 1987-2006, taki persónulega ábyrgð á því sem gerðist. Margir telja þó að hann beri mikla ábyrgð á húsnæðisbólunni sem sprakk og leiddi til alheimshrunsins.

Hins vegar er búist við því að Greenspan muni beina sjónum sínum að því hvernig reglugerðaverkið, í víðum skilningi, hafi brugðist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×