Umfjöllun: Hlynur fór á kostum í sigri Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2010 17:37 Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorsteinsson í baráttunni. Mynd/Daníel Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti