Sport

Eygló Ósk vann gull og silfur á Norðurlandamótinu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi varð í gær Norðurlandameistari í 800 metra skriðsundi og vann silfur í 100 metra baksundi á Norðurlandameistaramóti unglinga í Kaupamannahöfn.

Eygló Ósk synti 800 metra skriðsund á 8:54.93 mínútum og vann greinina örugglega þrátt fyrir að vera aðeins frá sínum tíma.

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti síðan á 1:02.26 mínútum í úrslitum í 100 metra baksundi og varð önnur. Hún var einungis átta sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem hún setti á ÍM25 á dögunum.

Anton Sveinn Mckee úr Ægi vann til silfurverðalauna í 1500 m skriðsundi á tímanum 15:52.17 mínútum og bætti sig um sekúndu. Anton Sveinn varð síðan í fjórða sæti í 400 metra fjórsundi þegar hann synti á 4:28.14 mínútum.

Kolbeinn Hrafnkelsson endaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi á tímanum 57.08 sekúndum eftir mjög spennandi sund.

Salome Jónsdóttir úr ÍA endaði í fjórða sæti í 200 metra flugsundi á tímanum 2:21.04 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×