Anna Margrét Björnsson: Fíla geimverur Bítlana? Anna Margrét Björnsson skrifar 4. maí 2010 06:00 Fyrir nokkrum mánuðum horfði ég á skondna „heimildar"-mynd frá sjöunda áratugnum sem fjallaði um eðluverur eða „reptilians" sem búa í iðrum jarðar. Þessar verur komu samkvæmt þessari kenningu frá geimnum og hreiðruðu um sig neðanjarðar fyrir mörgum þúsundum ára síðan. Ég er gífurlegur skeptíker að eðlisfari en að sama skapi finnst mér óráðlegt að útiloka neitt í þessum heimi. Eðlufólk í iðrum jarðar eða litlir gráir karlar að sveima um himingeiminn í silfurlitum furðuhlutum gætu, þannig séð, auðvitað verið til. INNRÁSIR frá Mars og fljúgandi furðuhlutir hafa áratugum saman verið viðfangsefni fjölmargra bóka og kvikmynda enda nokkuð augljóst að það hlýtur að vera einhvers konar líf úti í hinum endalausa alheimi. Sporöskjulaga geimfar á Youtube sem sást fljúga í öskumekkinum yfir Eyjafjallajökli var að minnsta kosti kærkomin tilbreyting frá vandræðalegum fréttum af iðrunarlausum stjórnmálamönnum og athafnamönnum sem benda hver á annan. Geimverur eru ávallt hressandi. Fyrir tveimur árum síðan sendi NASA Bítlalag út í geiminn í átt að stjörnunni Polaris í þeirri von að finna einhvers konar merki um vitrænt líf úti í geimnum. Það tekur um 430 ár fyrir lagið að ferðast á áfangastað en stjörnufræðingar hlusta grannt eftir svari. Það væri auðvitað stórfenglegt að fá loks staðfestingu á því að það séu til fleiri en við mannfólkið í alheiminum en svo er auðvitað spurning um hvort geimverur muni deila sama tónlistarsmekk. Hver veit nema að „þeir" fíli ekkert nema mínimal teknó og dauðarokk og verði gífurlega pirraðir á gaulinu í Paul McCartney. Guði sé lof að við sendum ekki Phil Collins. Töffarinn í hjólastólnum, eðlisfræðingurinn Stephen Hawking, benti einmitt á það fyrir stuttu að það væri ekkert svakalega sniðugt að senda einhvern mannlegan hressleika út í himingeiminn og vonast eftir vinveittu svari. „Ef geimverur koma til jarðarinnar verður útkoman áreiðanlega svipuð og þegar Kólumbus sigldi til Ameríku en slíkt var ekki mjög hagstætt fyrir frumbyggjana," segir Hawking og benti á að jarðarbúar ættu frekar að gera allt sem þeir geta til þess að enginn taki eftir þeim. En þetta er bara allt of seint í rassinn gripið hjá Hawking. Geimverur hafa áreiðanlega dundað sér áratugum saman við að horfa á fréttaútsendingar frá jörðinni. Þær vita örugglega allt um hver vann Idol og Eurovision, hvaða lag með Lady Ga Ga er á toppnum og hvað Simmi og Jói eru að bardúsa. Ef geimverur voru yfirleitt að fljúga ofan í gíginn á Eyjafjallajökli um daginn voru þeir örugglega bara að leita að „off"-takkanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun
Fyrir nokkrum mánuðum horfði ég á skondna „heimildar"-mynd frá sjöunda áratugnum sem fjallaði um eðluverur eða „reptilians" sem búa í iðrum jarðar. Þessar verur komu samkvæmt þessari kenningu frá geimnum og hreiðruðu um sig neðanjarðar fyrir mörgum þúsundum ára síðan. Ég er gífurlegur skeptíker að eðlisfari en að sama skapi finnst mér óráðlegt að útiloka neitt í þessum heimi. Eðlufólk í iðrum jarðar eða litlir gráir karlar að sveima um himingeiminn í silfurlitum furðuhlutum gætu, þannig séð, auðvitað verið til. INNRÁSIR frá Mars og fljúgandi furðuhlutir hafa áratugum saman verið viðfangsefni fjölmargra bóka og kvikmynda enda nokkuð augljóst að það hlýtur að vera einhvers konar líf úti í hinum endalausa alheimi. Sporöskjulaga geimfar á Youtube sem sást fljúga í öskumekkinum yfir Eyjafjallajökli var að minnsta kosti kærkomin tilbreyting frá vandræðalegum fréttum af iðrunarlausum stjórnmálamönnum og athafnamönnum sem benda hver á annan. Geimverur eru ávallt hressandi. Fyrir tveimur árum síðan sendi NASA Bítlalag út í geiminn í átt að stjörnunni Polaris í þeirri von að finna einhvers konar merki um vitrænt líf úti í geimnum. Það tekur um 430 ár fyrir lagið að ferðast á áfangastað en stjörnufræðingar hlusta grannt eftir svari. Það væri auðvitað stórfenglegt að fá loks staðfestingu á því að það séu til fleiri en við mannfólkið í alheiminum en svo er auðvitað spurning um hvort geimverur muni deila sama tónlistarsmekk. Hver veit nema að „þeir" fíli ekkert nema mínimal teknó og dauðarokk og verði gífurlega pirraðir á gaulinu í Paul McCartney. Guði sé lof að við sendum ekki Phil Collins. Töffarinn í hjólastólnum, eðlisfræðingurinn Stephen Hawking, benti einmitt á það fyrir stuttu að það væri ekkert svakalega sniðugt að senda einhvern mannlegan hressleika út í himingeiminn og vonast eftir vinveittu svari. „Ef geimverur koma til jarðarinnar verður útkoman áreiðanlega svipuð og þegar Kólumbus sigldi til Ameríku en slíkt var ekki mjög hagstætt fyrir frumbyggjana," segir Hawking og benti á að jarðarbúar ættu frekar að gera allt sem þeir geta til þess að enginn taki eftir þeim. En þetta er bara allt of seint í rassinn gripið hjá Hawking. Geimverur hafa áreiðanlega dundað sér áratugum saman við að horfa á fréttaútsendingar frá jörðinni. Þær vita örugglega allt um hver vann Idol og Eurovision, hvaða lag með Lady Ga Ga er á toppnum og hvað Simmi og Jói eru að bardúsa. Ef geimverur voru yfirleitt að fljúga ofan í gíginn á Eyjafjallajökli um daginn voru þeir örugglega bara að leita að „off"-takkanum.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun