Virgin liðið prófar belgískan ökumann 20. september 2010 16:18 Lucas di Grassi á Virgin bílnum. Mynd: Getty Images Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira