Shrek með fimm högga forustu á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2010 20:56 Louis Oosthuizen Mynd/AP Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira