Hamilton hress með eigin frammistöðu 7. apríl 2010 11:28 Lewis Hamilton var aftarlega á ráslínu í Malasíu, en vann sig upp í sjötta sæti. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira