Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða 4. desember 2010 08:30 Herþoturnar farnar. Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb Fréttir WikiLeaks Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira