Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða 4. desember 2010 08:30 Herþoturnar farnar. Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb Fréttir WikiLeaks Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira