Sinnir sárustu neyð í sumarlokuninni 2. júlí 2010 04:15 Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands við 1.000 fermetra kartöflugarða í Skammadal. Skjólstæðingar stofnunarinnar fá að njóta uppskerunnar í haust. FRETTABLADID/VILHELM Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira