Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar 13. september 2010 19:13 Jón Hilmar Hallgrímsson. MYND/Fréttablaðið/Valli Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf.
Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17