Bókabúðin Eymundsson hyggst forselja rannsóknarskýrsluna yfir helgina en hún verður ekki gerð opinber fyrr en á mánudaginn klukkan hálf ellefu.
Samkvæmt vefverslunarstjóra Eymundsson, Oddi Ástráðssyni, þá verður skýrslan svo keyrð heim til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu þegar hún verður gerð opinber á mánudaginn.
Fyrir forvitna er hægt að kaupa skýrsluna á heimasíðu bókabúðarinnar, eymundsson.is.
Eymundsson forselur rannsóknarskýrsluna
