Sport

Þráinn fær heiðursviðurkenningu frá borgarstjóra í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR.
Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Mynd/ÓskarÓ

Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, fær í dag heiðursviðurkenningu frá Jón Gnarr borgarstjóra en Þráinn hefur verið lykilmaður í uppgangi frjálsíþróttadeildar ÍR undanfarin ár.

Frjálsíþróttadeildin hjá ÍR er nú sú fjölmennasta á Norðurlöndum og ennfremur þriðja fjölmennasta frjálsíþróttadeild Vesturlanda. Athöfnin er haldin i tengslum við Breiðholtsdaga sem standa nú yfir.

Þráinn Hafsteinsson hefur verið yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar ÍR frá árinu 1993. Honum hefur tekist, ásamt samstarfsfólki sínu, að byggja upp gríðarlega öfluga frjálsíþróttadeild. Árangurinn er líka góður því félagið vann heildarstigakeppni allra meistaramóta og bikarkeppna hér á landi á þessu ári og hefur verið í fremstu röð um langt árabil.

Það verður nóg að gera hjá ÍR-ingum á morgun þegar Silfurleikar ÍR verða haldnir í Laugardalnum en þar eru keppendur á milli sex og sjöhundruð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×