Baltasar forsýnir Inhale í Berkeley 5. maí 2010 07:30 Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, verður forsýnd í Berkeley-háskólanum í Bandaríkjunum á ráðstefnu um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Mynd/Anton Brink Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er önnur tveggja mynda sem sýndar verða á ráðstefnu Berkeley-háskólans um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Hin myndin er margverðlaunuð heimildarmynd að nafni H.O.T, Human Organ Trafficking. Meðal gesta á ráðstefnunni verður mannréttindafrömuðurinn Harry Wu en hann hefur barist gegn ólöglegri sölu á líffærum í Kína sem er umfangsmikill iðnaður þar í landi. Hann sat sjálfur í kínversku fangelsi í nítján ár fyrir baráttu sína. Baltasar segir að forsvarsmenn ráðstefnunnar hefðu bara heyrt af myndinni og að þetta færi ekkert í gegnum hann. „Þetta er bara svolítið skondið og skemmtilegt," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær myndin fer í almenna dreifingu en leikstjórinn segir þau mál vera að skýrast. „Það eru alltaf svona forsýningar í gangi til að skapa eitthvert umtal en þessi forsýning er óneitanlega svolítið sérstök," segir Baltasar. Með helstu hlutverkin í Inhale fara þau Diane Kruger, Dermot Mulroney, Sam Shepard og Rosanne Arquette. - fgg Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er önnur tveggja mynda sem sýndar verða á ráðstefnu Berkeley-háskólans um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Hin myndin er margverðlaunuð heimildarmynd að nafni H.O.T, Human Organ Trafficking. Meðal gesta á ráðstefnunni verður mannréttindafrömuðurinn Harry Wu en hann hefur barist gegn ólöglegri sölu á líffærum í Kína sem er umfangsmikill iðnaður þar í landi. Hann sat sjálfur í kínversku fangelsi í nítján ár fyrir baráttu sína. Baltasar segir að forsvarsmenn ráðstefnunnar hefðu bara heyrt af myndinni og að þetta færi ekkert í gegnum hann. „Þetta er bara svolítið skondið og skemmtilegt," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær myndin fer í almenna dreifingu en leikstjórinn segir þau mál vera að skýrast. „Það eru alltaf svona forsýningar í gangi til að skapa eitthvert umtal en þessi forsýning er óneitanlega svolítið sérstök," segir Baltasar. Með helstu hlutverkin í Inhale fara þau Diane Kruger, Dermot Mulroney, Sam Shepard og Rosanne Arquette. - fgg
Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein