Baltasar forsýnir Inhale í Berkeley 5. maí 2010 07:30 Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, verður forsýnd í Berkeley-háskólanum í Bandaríkjunum á ráðstefnu um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Mynd/Anton Brink Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er önnur tveggja mynda sem sýndar verða á ráðstefnu Berkeley-háskólans um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Hin myndin er margverðlaunuð heimildarmynd að nafni H.O.T, Human Organ Trafficking. Meðal gesta á ráðstefnunni verður mannréttindafrömuðurinn Harry Wu en hann hefur barist gegn ólöglegri sölu á líffærum í Kína sem er umfangsmikill iðnaður þar í landi. Hann sat sjálfur í kínversku fangelsi í nítján ár fyrir baráttu sína. Baltasar segir að forsvarsmenn ráðstefnunnar hefðu bara heyrt af myndinni og að þetta færi ekkert í gegnum hann. „Þetta er bara svolítið skondið og skemmtilegt," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær myndin fer í almenna dreifingu en leikstjórinn segir þau mál vera að skýrast. „Það eru alltaf svona forsýningar í gangi til að skapa eitthvert umtal en þessi forsýning er óneitanlega svolítið sérstök," segir Baltasar. Með helstu hlutverkin í Inhale fara þau Diane Kruger, Dermot Mulroney, Sam Shepard og Rosanne Arquette. - fgg Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er önnur tveggja mynda sem sýndar verða á ráðstefnu Berkeley-háskólans um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Hin myndin er margverðlaunuð heimildarmynd að nafni H.O.T, Human Organ Trafficking. Meðal gesta á ráðstefnunni verður mannréttindafrömuðurinn Harry Wu en hann hefur barist gegn ólöglegri sölu á líffærum í Kína sem er umfangsmikill iðnaður þar í landi. Hann sat sjálfur í kínversku fangelsi í nítján ár fyrir baráttu sína. Baltasar segir að forsvarsmenn ráðstefnunnar hefðu bara heyrt af myndinni og að þetta færi ekkert í gegnum hann. „Þetta er bara svolítið skondið og skemmtilegt," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær myndin fer í almenna dreifingu en leikstjórinn segir þau mál vera að skýrast. „Það eru alltaf svona forsýningar í gangi til að skapa eitthvert umtal en þessi forsýning er óneitanlega svolítið sérstök," segir Baltasar. Með helstu hlutverkin í Inhale fara þau Diane Kruger, Dermot Mulroney, Sam Shepard og Rosanne Arquette. - fgg
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira