Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. nóvember 2010 06:00 Jose Mourinho, styður golfíþróttina í Portúgal. Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira