Viðskipti erlent

Fimmti hver Breti tekur sér veikindafrí án þess að vera veikur

Ný könnun leiðir í ljós að einn af hverjum fimm Bretum laug til um að vera veikur síðast þegar hann tók sér veikindadag frá vinnu sinni.

Alls eru 800 milljón veikindadagar skráðir í Evrópu á hverju ári en 20% þeirra eru í Bretlandi.

Könnunin náði til 7.500 starfsmanna um alla Evrópu og í ljós kom að frændur vorir Danir eru manna ólíklegastir til þess að taka sér frá frá vinnu vegna veikinda án þess að vera raunverulega veikir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×