Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan 10. október 2010 09:09 Sebastian Vettel fagnar sigri á Suzuka brautinni í dag. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira