Hamilton: Mun berjast af meiri hörku 17. september 2010 11:26 Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira